Allt til reiðu í andlitsmálun hjá Smáprenti.

Írskir dagar settir – andlitsmálun í nýjustu verslun bæjarins

Írskir dagar verða settir á Akranesi klukkan 14 í dag þegar leikskólabörn mæta á bílastæðin við Ráðhúsið Stillholti 16-18. Í kjölfarið hefst svo ýmis dagskrá sem stendur með hléum allt fram á sunnudag. Hægt er að kynna sér dagskrána nánar í opnuauglýsingu í Skessuhorni. Á meðfylgjandi mynd má sjá nýjustu verslunina í bænum, Smáprent við Dalbraut 16 sem opnuð verður í dag. Tinna Ósk Grímarsdóttir í Smáprenti ætlar að bjóða upp á andlitsmálningu frá klukkan 14-16, en með því verður verslunin formlega opnuð eftir flutning. Milli klukkan 16 og 17 verður svo árleg pylsuveisla Húsasmiðjunnar ská á móti Smáprenti.

Líkar þetta

Fleiri fréttir