Snæfellsjökulshlaupið á laugardaginn

Hið árlega Snæfellsjökulshlaup verður verður haldið á laugardaginn og er búist við góðri þátttöku venju samkvæmt. Þetta er í níunda skipti sem hjónin Fannar Baldursson og Rán Kristinsdóttir standa fyrir hlaupinu. Hlauparar verða ræstir klukkan 12 frá Arnarstapa, hlaupnir 22 kílómetrar yfir Jökulháls og endað í Ólafsvík. Búist er við fyrstu keppendum í mark um það bil einum og hálfum tíma eftir að hlaupið verður ræst. Þau Rán og Fannar hvetja íbúa til að mæta og hafa gaman saman. Vakin er athygli á að göturnar við markið verða lokaðar á meðan hlaupinu stendur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir