Líflegar skreytingar á Brákarhátíð

Brákarhátíð í Borgarnesi er hafin en nær hámarki á laugardaginn. Eins og komið hefur fram í Skessuhorni settu krakkar í vinnuskólanum upp skreytingar sem hafa beðið í geymslum frá síðasta ári. Þegar blaðamaður fór á rúntinn um bæinn í gær mátti sjá líflegar skreytingar víðsvegar um bæinn hver annarri frumlegri.

Í dag klukkan 18 býður gula hverfið gestum heim þar sem boðið verður upp á tónleika í Óðali (fært inn vegna veðurspár, hafði áður verið kynnt við Ugluklett). Þar verður einnig boðið upp á pylsur og Svala fyrir mannskapinn. Á morgun verður götugrillið á sínum stað, þar sem íbúar eru hvattir að koma saman, grilla og eiga góða stund. Aðaldagskráin verður svo á laugardaginn og fer fram að mestu leyti í Brákarey.

Líkar þetta

Fleiri fréttir