Leikhópurinn Flækja sýnir leikritið „Það og Hvað“ um land allt í sumar.

Leikhópurinn Flækja á flakki um landið

Borgnesingurinn og leikkonan Sigríður Ásta Olgeirsdóttir ásamt samstarfskonu sinni, Júlíönu Kristínu Liborius Jónsdóttur, mynda saman leikhópinn Flækju. Þær hafa saman unnið að því að skrifa barnaleikrit sem ber nafnið „Það og Hvað“ og fjallar um samnefndar persónur sem velta fyrir sér lífinu og tilverunni á skemmtilegan og uppátækjasaman hátt. Leikritið er ætlað leikskólabörnum og ætla leikkonurnar tvær að ferðast um landið í sumar og heimsækja leikskólana ásamt því að sýna verkið á bæjarhátíðum.

Sjá nánar spjall við Sigríði Ástu í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir