Þegar þessi mynd var tekin var íbúðin horfin af sjónarsviðinu en fyrrum heimavist var næst í röðinni. Ljósm. Josefine Morell.

Hús rifin til að rýma fyrir leikskóla

yrr í vikunni var hafist handa við að niðurrif hluta mannvirkja við Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjársreykjum. Fyrrum skólastjóraíbúð og heimavist grunnskólans víkur en á lóðinni verður byggður nýr leikskóli fyrir Hnoðraból ásamt skrifstofuaðstöðu fyrir starfsfólk leik- og grunnskólans. Það er Borgarverk sem annast niðurrif en Eiríkur J Ingólfsson byggingameistari mun síðan byggja leikskólann sem á að vera tilbúinn síðla næsta ár.

Nágrannar norðan þjóðvegarins, íbúar í Sólbyrgi, fylgjast hér með niðurrifinu. Ljósm. jm.

Líkar þetta

Fleiri fréttir