Hann er á í Grímsá í Borgarfirði en þar byrjaði veiðin mjög vel. Ljósm. Jón Þór

Rigning gladdi laxveiðimenn – mjög góð byrjun í Grímsá

„Það er allavega spáð rigningu næstu daga. Við skulum sjá hvað hún gerir,“ sagði veiðimaður sem tíðindamaður Skessuhorns heyrði í í Haukadalsá í Dölum. Hvort þessi úrkoma dugir til að glæða lífi í vatnslitlar árnar á eftir að koma í ljós. „Ég er að spá í að fara í Laxá í Dölum, byrja seinna í vikunni, þetta er að koma,“ sagði Karl Óskarsson en veiðin hefur verið róleg í Laxá í Dölum.

„Það var flott opunun í Grímsá og það eru laxar víða í ánni,“ sagði Jón Þór Júlíusson en hann var strax í kjölfarið kominn á veiðislóðir í Þistilfirði og að setja í laxa þar. „24 laxar á land er ein besta opnun í Grímsá og flestir voru þetta tveggja ára laxar,“ sagði Jón Þór.

Lax er kominn á land í Straumfjarðará og góð veiði hefur verið í Haffjarðará síðan áin var opnuð, vatnsstaðan er samt ekki góð. Veiðimenn sem voru á Vatnasvæði Lýsu fengu nokkra flotta urriða.

Líkar þetta

Fleiri fréttir