Ístak átti lægsta boð í byggingu Þjóðgarðsmiðstöðvar

Hjá Ríkiskaupum voru í dag opnuð tilboð í byggingu nýrrar Þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi. Þrjú tilboð bárust og var lægsta boð frá Ístaki sem bauð 622 milljónir króna í verkið. Eykt bauð 716 milljónir og Framkvæmdafélagið Arnarhvoll 738 milljónir. Tilboðin voru öll langt yfir kostnaðaráætlun við verkið sem hljóðaði upp á rúma 461 milljón króna. Framkvæmdasýsla ríkisins og Ríkiskaup munu nú yfirfara tilboðin. Á Hellissandi er nú búið að girða svæðið af, grafa fyrir væntanlegu húsi og jarðvegsskipta fyrir bílastæðum. Fréttavefur SNB greindi frá.

Líkar þetta

Fleiri fréttir