Ólöf Birna Torfadóttir og Orri Ingólfsson hafa opnað húðflúrstofu á Akranesi. Ljósm. arg

Dark Moon Tattoo opnuð á Akranesi

Húðflúrstofan Dark Moon Tattoo var opnuð við Smiðjuvelli 17 á Akranesi í upphafi mánaðarins. Það eru Orri Ingólfsson og Ólöf Birna Torfadóttir sem opnuðu stofuna og sér Orri um að flúra en Ólöf um að gata. Segja þau viðtökurnar hafa verið frábærar og nóg sé að gera á stofunni. Orri hefur verið áhugaflúrari í tíu ár en unnið sem atvinnuflúrari í þrjú ár, bæði hér á landi og erlendis. Hann hefur þó alla tíð verið mikið að teikna og segir hann húðflúruppruna sinn eiga rætur sínar í götugrafík. „Ég var mikið með spreybrúsann sem barn og hef líka alltaf verið að dunda mér við að teikna. Ég kenndi líka sprey-grafítí í smá tíma,“ segir Orri. En hvernig húðflúr gerir hann helst? „Ég geri alveg allan skalann, allt frá litlum flúrum upp í mjög stór og bæði svört/grá og lituð. Þegar maður er einn að flúra þá er mikilvægt að geta gert allt sem kúnninn biður um,“ segir Orri. Aðspurður segist hann hafa verið búinn að byggja sér upp nokkuð góðan hóp viðskiptavina áður en hann ákvað að opna stofuna. „Þetta hefur verið draumur hjá okkur mjög lengi, að opna stofu,“ segir hann.

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir