Við upptökur í Skallagrímsgarði. Ljósm. glh.

Búa til sjónvarp í Borgarnesi og úr héraði

Nokkrir félagar í Borgarnesi hafa tekið sig saman og stofnað til Kvikmyndafélags. Það ber nafnið Kvikmyndafjelag Borgarfjarðar og hóf formlega að framleiða myndefni nú í vor. „Við skrifum nafnið svona vegna þess að það er töff,“ segir Eiríkur Jónsson, félagi í kvikmyndafjelagi Borgarfjarðar í samtali við Skessuhorn. „Við höfum þó lent í vandræðum að fólk er ekki að finna okkur í leitarvélum á vefnum svo við erum að vinna með Kvikborg. Við erum til dæmis komnir með lénið www.kvikborg.is sem leiðir síðan áhorfendur beint inn á YouTube rásina okkar. Einnig erum við undir nafninu Kvikborg á Facebook,“ bætir Eiríkur við.

Sjá síðuumfjöllun í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir