Ástralski dansarinn Jordine Cornish dansaði á þaki gamla frystihússins. Ljósm. af.

Götulistahátíðin var haldin í blíðskaparveðri á Hellissandi

Götulistahátíðin sem haldin var á Hellissandi um helgina tókst með afbrigðum vel, að sögn Kára Viðarssonar skipuleggjanda hennar. Í boði var tónlist, andlitsmálning, skottsala úr bílum og margt fleira. Veðrið lék við gesti sem nutu hátíðarinnar. „Þetta gæti ekki hafa heppnast betur,“ sagði Kári í samtali við Skessuhorn. „Það var rjómablíða alla helgina og á laugardeginum voru um 500 manns sem mættu á listviðburðina sem voru í boði og er ég sjúklega sáttur,“ sagði Kári og brosti sínu breiðasta.

Það voru 15 listamenn sem héldu upp fjörinu og komu þeir frá tíu þjóðlöndum. „Þetta er í fyrsta skiptið sem við höldum þessa hátíð en við stefnum á að halda hana aftur eftir tvö ár, en á næsta ári munum við halda í annað sinn tónlistarhátíðina Tene-Rif,“ sagði Kári.

Líkar þetta

Fleiri fréttir