Brákarhátíð hafin

Brákarhátíð byrjaði formlega í Borgarnesi í gær þegar vinnuskólinn kom skreytingum í viðeigandi hverfi svo íbúar gætu byrjað að skreyta göturnar sínum litum í tilefni hátíðarinnar. Seinna um daginn bauð bláa hverfið íbúum heim þar sem boðið var upp á froðuskemmtun fyrir krakkana, vatnsrennibraut og vatnsblöðrustríð. Slökkvilið Borgarbyggðar var mætt á staðinn til að bleyta í hópnum. Leyndi sér ekki gleðin hjá krökkunum sem voru samankomin með fjölskyldum sínum á svæðinu milli Þórðargötu og Kveldúlfsgötu.

Í dag mun rauða hverfið bjóða heim þar sem boðið verður upp á jóga í Skallagrímsgarði og hollt snarl í kjölfarið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir