Bjarki í landsliðshópnum í golfi

Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness hefur verið valinn í landsliðshóp Íslands sem mun keppa á Evrópumeistaramótinu í liðakeppni. Gregor Brodie, afreksstjóri Golfsambands Íslands, og Ólafur Björn Loftsson, aðstoðarafreksstjóri, tilkynntu hópinn í dag. Alls völdu þeir leikmenn í fjögur landslið sem taka þátt fyrir Íslands hönd á EM. Um er að ræða karla- og kvennalandslið auk pilta- og stúlknalandsliða. Öll fjögur landsliðin eru skipuð áhugakylfingum og öll liðin keppa í efstu deild. Öll fjögur mótin fara fram á sama tíma, 9.-13. júlí. Ásamt Bjarka í liði eru þeir Aron Snær Júlíusson, GKG, Birgir Björn Magnússon, GK, Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, Gísli Svanbergsson, GK, og Rúnar Arnórsson úr GK og halda þeir til Svíþjóðar fyrir Íslands hönd á næstu viku.

Líkar þetta

Fleiri fréttir