Auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi

Sveitarstjórn Reykhólahrepps auglýsti í liðinni viku tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps vegna Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Breytingar á aðalskipulagi eru forsenda þess að sveitarfélagið getur veitt Vegagerðinni framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð um Teigsskóg. Athugasemdir við tillöguna þurfa að berast fyrir 25. ágúst. Berist athugasemdir verður þeim svarað áður en tillagan verður send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Að því loknu getur sveitarfélagið að óbreyttu auglýst breytt skipulag og veitt Vegagerðinni framkvæmdaleyfi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir