Valdís Þóra lék lokahringinn í Taílandi á 75 höggum. Ljósm. Kylfingur.is.

Valdís Þóra upp um tvö sæti

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbi Leyni lék Ladies European Thailand meistaramótið á fimm höggum yfir pari og endaði í 54. sæti á mótinu sem lauk aðfaranótt sunnudags.

Valdís spilaði fyrsta mótsdag á 72 höggum eða á pari vallarins. Dagur tvö gekk ekki eins vel sjá Skagakonunni þar sem hún spilaði á þremur höggum yfir pari. Besta hring átti Valdís Þóra á degi þrjú þegar hún spilaði á 71 höggi. Lokadaginn spilaði hún á 75 höggum og lék, eins og fyrr segir, hringina fjóra í mótinu á samtals fimm höggum yfir pari.

Stigalisti mótaraðarinnar hefur verið uppfærður eftir mót helgarinnar og situr Valdís nú í 65. sæti eftir tíu mót en hún var í 67. sæti fyrir mótið í Taílandi og færir sig þannig upp um tvö pláss.

Líkar þetta

Fleiri fréttir