Hér er slökkvistarfi að ljúka. Ljósm. Skessuhorn/iss.

Húsbíll brann við sumarbústað

Eldur kom upp í húsbíl sem stóð við sumarbústað í landi Galtarholts III í Borgarbyggð skömmu fyrir hádegi í dag. Slökkvilið Borgarbyggðar var kallað út og slökkti í síðustu glæðunum, en eins og sjá má á myndinni er ekkert eftir af bílnum nema vélin og járnagrindin. Að sögn Bjarna Kristins Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra gekk slökkvistarf fljótt og vel og enginn var í hættu. Lítilsháttar eldur var þó kominn í gróður og nærliggjandi grindverk þannig að ekki mátti miklu muna að eldur bærist áfram í hús og gróður á svæðinu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir