Fréttir
Meðal sýnenda á Nr. 3 Umhverfingu er Sólrún Halldórsdóttir sem sett hefur upp verk sitt „Stóri sunnan“ í heimabæ sínum Grundarfirði. Eins og heimamenn þekkja er Stóri sunnan geysilegt stórviðri þegar sunnanáttin steypist niður fjöllin. Stóri sunnan er þannig grundfirsk lýsing á veðri og ekki notuð annarsstaðar. Fjölmörg veðurheiti eru til og sjást í verkinu, allt frá Blankalogni til Gjörningaveðurs. Ljósm. gkh.

Erró og Megas í hópi sýnenda á Snæfellsnesi

Loading...