Ljósm. úr safni/ sas.

Tap hjá Skallagrími

Skallagrímur tapaði gegn toppliði KA er liðin mættustu í sjöundu umferð í 3. deildar karla í knattspyrnu. Leikið var í Borgarnesi á föstudagskvöld.

Heimamenn byrjuðu betur og áræðni einkenndi leik þeirra. Fyrsta mark leiksins kom á 31. mínútu þegar Marteinn Theódórsson kom Borgnesingum yfir og leiddu Skallagrímsmenn með einu marki þegar gengið var til búningsklefanna.

Í seinni hálfleik voru Reykvíkingar mun sprækari og sóttu hart að heimamönnum. Það voru ekki nema þrjár mínútur liðnar af hálfleiknum þegar dæmt var víti á Skallagrím. Einar Már Þórisson fór á punktinn fyrir KV og skoraði af miklu öryggi og jafnaði metin. Einar Már var svo aftur á ferðinni á 65. mínútu þegar hann bætti við sínu öðru marki og kom þannig sínum mönnum í vænlega stöðu.

Ekki gekk upp hjá Skallagrími að koma boltanum í netið það sem eftir lifði leik. KV styrkir þannig stöðu sína enn fremur á toppi 3. deildar með 18 stig á meðan Skallagrímur situr í næst neðsta sæti með sex stig, jafn mörg stig og Höttur/Huginn og Augnablik. Næsti leikur Skallagríms er gegn Hetti/Hugin á Egilsstöðum laugardaginn 22. júní næstkomandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir