Magnús Guðmundsson. Ljósm. úr safni.

Magnús skipaður framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað Magnús Guðmundsson í embætti framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs. Magnús er skipaður frá 11. júní síðastliðinum, en hann hefur verið settur framkvæmdastjóri undanfarið ár.

Magnús var áður forstjóri Landmælinga Íslands á Akranesi, frá 1. janúar 1999 og þar til hann tók við núverandi embætti. Hann hfeur verið virkur í alþjóðlegu samstarfi sem forstjóri LMÍ og var m.a. forseti Eurogeographics, samtaka korta- og fasteignastofnana í Evrópu, frá 2007 til 2009. Auk þess hefur hann tekið virkan þátt í norrænu samstarfi kortastofnana og samstarfi tengdu Norðurskautsráðinu. Meðfram störfum sínum hefur Magnús verið virkur í félagsmálum og var m.a. formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana frá 2009 til 2014 og í stjórn þess félags frá 2017 til 2019. Auk þess er hann formaður Knattspyrnufélags ÍA.

Líkar þetta

Fleiri fréttir