Bílvelta á Snæfellsnesi í gær

Bílvelta varð á Snæfellsnesvegi á sjöunda tímanum í gærkvöldi, nálægt bænum Gröf í Eyja- og Miklaholtshreppi. Fimm voru í bílnum og virtist enginn þeirra alvarlega slasaður, að því er fram kemur á vef Vísis.

Vegfarendur, þar af einn eða tveir læknar, komu fólkinu til hjálpar á meðan beðið var eftir sjúkrabílum sem sendir voru frá Stykkishólmi og Borgarnesi.

Bíllinn er mikið skemmdur eftir að hafa farið nokkrar veltur út af veginum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir