Stærsti trefjaplastbáturinn sjósettur

Nýr Bárður SH var sjósettur síðastliðinn fimmtudag hjá Bredgaard Bådeværft í Rødbyhavn í Danmörku. Báturinn er 26,9 metra langur og sjö metra breiður með 2,5 djúpristu. Stærð hans gerir hann því að stærsta trefjaplastbáti sem smíðaður hefur verið fyrir íslenska útgerð, að sögn Péturs Péturssonar, útgerðarmanns í Snæfellsbæ. Nýr Bárður er væntanlegur til landsins fyrir lok júlí.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir