Datt í Baldri

Erlend kona á sextugsaldri varð fyrir því óláni að hrasa þegar hún var að ganga upp stiga í ferjunni Baldri á mánudaginn. Hún rann til í stiganum, féll og gat ekki staðið upp aftur. Hún hafði dottið daginn áður í Reykjavík, farið á bráðamóttöku en verið send þaðan aftur. Eftir að konan hrasaði í Baldri var farið með hana á sjúkrahúsið á Akranesi og þar kom á daginn að hún var mjaðmarbrotinn. Talið er að hún hafi jafnvel brotnað þegar hún hrasaði í Reykjavík og það hafi ekki komið í ljós fyrr en þarna, að sögn lögreglu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir