Bergþór Ægir Ríkharðsson handsalar nýjan samning við Birgi Andrésson og Arnar Víði Jónsson hjá meistaraflokkaráði karla. Ljósm. Skallagrímur.

Bergþór semur við Skallagrím

Skallagrímur hefur endurnýjað samning sinn við Bergþór Ægir Ríkharðsson til tveggja ára. Bergþór kom til Skallagríms fyrir ári síðan og lék með liðinu í Domino‘s deildinni þar sem hann var með 2,1 stig að meðaltali í leik. Bergþór er 21 árs gamall og leikur stöðu framherja. Áður en hann kom í herbúðir Skallagrímsmanna fyrir ári síðan, þá spilaði hann fyrir Hött á Egilsstöðum í 1. deildinni og þar á undan fyrir Fjölni. „Mikil ánægja er með að Bergþór verði áfram í Borgarnesi og mun vera hans styrkja Skallagrímsmenn vel í 1. deildinni næsta vetur,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir