Klettsfoss, neðsti veiðistaðurinn í Reykjadalsá. Skammt neðan við Klett sameinast Reykjadalsá og Flókadalsá og renna saman út í Hvítá.

Sýslumaður hafnaði lögbannskröfu SVFK á sölu veiðileyfa

Sýslumaðurinn á Vesturlandi hafnaði í morgun lögbannskröfu sem Stangveiðifélag Keflavíkur vildi að gerð yrði á sölu veiðileyfa í Reykjadalsá í Borgarfirði. Það er Veiðifélag Reykjadalsár sem hyggst sjálft selja veiðileyfi í ána í sumar. Skessuhorn fjallaði ítarlega um málið í frétt hér á vefnum í morgun og í Skessuhorni sem kom út í dag. Veiðiréttareigendur við Reykjadalsá hyggjast sjálfir selja veiðileyfi í ána í sumar á þeirri forsendu að ekki er gildur samningur við Stangveiðifélag Keflavíkur um ána. Sýslumaður staðfestir réttmæti þess og vísar í lögvarinn rétt veiðiréttareigenda til að gæta hagsmuna sinna.

Sjá nánar frétt frá því í morgun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir