Fjárrekstur að hausti. Ljósm. úr safni.

Ökumenn hafi í huga að búfé getur verið á ferð

Ekið var á lömb við Stafholtstungur í Borgarfirði á mánudaginn. Eigandanum var ekki gert viðvart. Hafði hann því samband við lögreglu og tilkynnti um málið. Þá var tilkynnt um kindur og lömb á Snæfellsnesvegi við Borg á Mýrum í gærmorgun. Lögregla hvetur ökumenn til að sýna aðgát við aksturinn og að láta vita ef slys verða þar sem ekið er á búfénað. Víða er ekki enn búið að aka kindum á afrétt en á meðan svo er eykst hætta á að kindur sleppi út á þjóðvegina til beitar í grösugum vegbrúnum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Hart á hrossum

Matvælastofnun brýnir fyrir hrossaeigendum að koma heyi í útigangshross og huga vel að ástandi þeirra nú þegar rofað hefur til... Lesa meira