Ferðamenn hvattir til að drekka kranavatn

Inspired by Iceland hefur í samstarfi við Umhverfisstofnun hrundið af stað herferð þar sem erlendir ferðamenn eru hvattir til að drekka kranavatn, frekar en að kaupa vatn í plastflöskum. Áhersla er lögð á að kynna íslenskt vatn sem lúxusvöru sem finna má endurgjaldslaust í krönum um allt land. „Markmiðið er að draga úr óþarfa plastnotkun ferðamanna og vekja um leið athygli á gæðum íslenska vatnsins sem er eitt hreinasta og bragðbesta kranavatn í heimi. Með verkefninu er einnig ætlunin að styðja við umhverfisvernd og aðgerðir til að uppfylla Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna,“ segir á vef Umhverfisstofnunar.

Þar kemur jafnframt fram að 65% fólks noti meira plast á ferðalögum en það gerir dags daglega. Eru það niðurstöður 16 þúsund manna könnunar frá Norður-Ameríku og Evrópu. „Aðspurð um meginástæður þess nefndu 70% órökstuddan ótta við kranavatn,“ segir á vef stofnunarinnar. Með kranavatnsherferðinni er skorað á ferðamenn að breyta þessu neyslumynstri og fylla á endurnýjanleg drykkjarílát í stað þess að kaupa vatn í plastflöskum. „Það má segja að hé rséu slegnar tvær flugur í einu höggi, að takast á við mikilvægi þess að uppræta einnota umbúðir sem enda jafnvel í náttúrunni og minna um leið á að kranavatn er best,“ segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Hart á hrossum

Matvælastofnun brýnir fyrir hrossaeigendum að koma heyi í útigangshross og huga vel að ástandi þeirra nú þegar rofað hefur til... Lesa meira