Bæjarstjórn Snæfellsbæjar og bæjarstjóri í sætinu í Lýsuhólslaug. Ljósm. Snæfellsbær.

Mátuðu sætið í Lýsuhólslaug

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar fór í skoðunarferð um sundlaugasvæði Lýsulaugar á Lýsuhóli á fundi sínum í gær. Eins og greint hefur verið frá í Skessuhorni í síðsutu viku eru framkvæmdir þar á lokametrunum, en þær hafa staðið yfir í vetur. „Laugasvæðið er að verða hið glæsilegasta og verður laugin opnuð í síðasta lagi í byrju næstu viku,“ segir á Facebook-síðu Snæfellsbæjar. „Laugakerfið hefur verið steypt upp í breyttri mynd. Þarna eru áfram tveir heitir pottar, en jafnframt er verið að setja niður kaldan pott.“

Á meðfylgjandi mynd má sjá bæjarstjórn Snæfellsbæjar og bæjarstjóra máta sig við sætið í lauginni, en þar geta sundlaugargestir setið og sólað sig. Á bakvið má sjá nýklæddan vegg félagsheimilisins að Lýsuhóli.

Líkar þetta

Fleiri fréttir