Kristján og Almar sömdu við Skallagrím

Þeir Kristján Örn Ómarsson og Almar Örn Björnsson hafa endurnýjað samninga sína við Körfuknattleiksdeild Skallagríms. Munu þeir leika með meistaraflokki í 1. deildinni næsta vetur. „Báðir eru þeir uppaldir Skallagrímsmenn og hafa tekið góðum framförum á liðnum árum,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Skallagríms.

Kristján og Almar leika báðir stöðu framherja og sömdu báðir til tveggja ára.

Líkar þetta

Fleiri fréttir