Þjóðlagatónleikar í Hallgrímskirkju á sunnudag

Tónleikaröð til styrktar Hallgrímskirkju í Saurbæ heldur áfram á sunnudag með tónleikunum Funa. Þar munu Bára Grímsdóttir og Chris Foster flytja þjóðlög frá Íslandi og Englandi. Allur ágóðinn af tónleikunum rennur til viðhalds kirkjunnar og uppbyggingar á staðnum.

„Bára Grímsdóttir og Chris Foster hófu samstarf sitt árið 2001. Síðan hafa þau keppst við að blása lífi í íslenska þjóðlagatónlist sem hefur leynst í gömlum upptökum og lítt þekktum bókum og handritum, auk þess sem þau hafa bætt við nýjum lögum í þjóðlegum stíl. Flest laganna voru sungin án nokkurs undirleiks áður fyrr en Funi bætir hljóðfæraleiknum við. Notar m.a. gítar, kantele og langspil. Þau flytja kvæðalög, tvísöngslög, sálma og enskar ballöður og útsetja allt sjálf. Þau hafa haldið námskeið og komið fram á ýmsum hátíðum og tónleikum, einnig í útvarpi, hér heima og víða í Evrópu, Norður-Ameríku og Kína. Funi hefur gefið út tvær plötur, Funi og Flúr og hafa fengið mikið lof fyrir þær,“ segir í tilkynningu.

Tónleikarnir hefjast kl. 17:00. Aðgangseyrir er kr. 1.500 en athugið að ekki er mögulegt að taka við greiðslukortum. Allur ágóðinn rennur sem fyrr segir til styrktar staðnum. Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta en vilja styrkja málefnið geta lagt inn á söfnunarreikning: 0552-14-100901, kt. 590169-2269.

Hótel Glymur verður með tilboð á réttum eftir tónleikana og 20% afslátt af matseðli.

Líkar þetta

Fleiri fréttir