Hafnfirðingar efstir á Akranesleikunum

Akranesleikarnir í sundi fóru fram í Jaðarsbakkalaug á Akranesi um liðna helgi, dagana 31. maí – 2. júní. Tólf sundfélög tóku þátt í mótinu að þessu sinni og sendu alls 286 keppendur til keppni.

Akranesleikarnir eru stigakeppni milli félaga þar sem fimm fyrstu keppendur í hverri grein safna stigum fyrir sitt félag. Úrslit urðu þannig að Sundfélag Hafnarfjarðar sigraði, eins og á síðasta ári, en heimamenn í Sundfélagi Akraness höfnuðu í öðru sæti. Sundfélagið Óðinn var þriðja stigahæsta félagið.

Stigahæsta sundið átti Ágúst Júlíusson úr Sundfélagi Akraness. Daniel Hannes Pálsson úr Umf. Aftureldingu átti næststigahæsta sundið og Rebekka Sif Ómarsdóttir úr Sundfélaginu Óðni það þriðja stigahæsta.

Líkar þetta

Fleiri fréttir