Leikmennirnir fimm sem skrifuðu undir ásamt þjálfurum. F.v. Gísli Pálsson, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Rebekka Rán Karlsdóttir, Rósa Kristín Indriðadóttir, Helga Hjördís Björgvinsdóttir og Gunnlaugur Smárason. Ljósm. Snæfell.

Fimm leikmenn semja við Snæfell og nýir þjálfarar kynntir

Fimm leikmenn skrifuðu undir samningja við Körfuknattleiksdeild Snæfells laugardaginn 25. maí. Þetta eru þær Gunnhildur og Berglind Gunnarsdætur, Helga Hjördís Björgvinsdóttir, Rebekka Rán Karlsdóttir og Rósa Kristín Indriðadóttir. Gunnhildur, Berglind, Helga og Rebekka hafa allar leikið með Snæfelli undanfarin ár, en Rósa tekur skóna fram að nýju eftir nokkurra ára hlé frá körfuknattleiksiðkun. „Gleðitíðindi að halda heimastelpum og fá eina til að taka fram skóna aftur,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu kkd. Snæfells.

Við sama tækifæri voru nýir þjálfarar kvennaliðs Snæfells kynntir til sögunnar. Munu þeir Gunnlaugur Smárason og Gísli Pálsson, stýra liðinu í Domino‘s deildinni næsta vetur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir