Heiðrún Hallgrímsdóttir, Svanfríður Þórðardóttir, Margrét Vigfúsdóttir og Rakel Ósk Gunnarsdóttir í galleríinu Jökli.

Gallerí Jökull fluttur í nýtt húsnæði

Áhugafólk um handverk sem býr í Snæfellsbæ hefur flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði að Norðurtanga 3 í Ólafsvík. Alls eru 22 einstaklingar sem standa að þessum hópi og eru þeir á breiðu aldursbili, frá 20 til 85 ára. Margrét Vigfúsdóttir er ein þeirra sem standa að galleríi Jökul. Hún segir í samtali við Skessuhorn að áður hafi hópurinn verið í Pakkhúsinu í Ólafsvík en hópurinn missti þá aðstöðu og hefur nú fengið inni á Norðurtanga og margar hendur komið að því að undirbúa húsnæðið. Margrét segir að galleríið sé með handunnar vörur eins og lopapeysur, vettlinga og glervörur á boðstólnum. „Við höfum áhuga á að skapa fallegt handverk og svona verkefni þjappar hópnum saman. Við auglýsum ekkert þessa opnum en samt sem áður urðum við ánægð með þann fjölda gesta sem heimsótti okkur í dag,“ sagði Margét þegar rætt var við hana á laugardaginn. Hópurinn vill koma því á framfæri hann er með síðu á Facebook sem allir geta skoðað.

Líkar þetta

Fleiri fréttir