Skagamenn tróna á toppnum

Skagamenn hafa fimm stiga forskot á toppi Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Stjörnunni á Akranesvelli nú rétt í þessu.

Eftir markalausan fyrri hálfleik komust Skagamenn yfir á 54. mínútu þegar  Einar Logi Einarsson skoraði af stuttu færi eftir góða sendingu frá Steinari Þorsteinssyni.

Steinar innsiglaði síðan sigur Skagamanna með marki í uppbótartíma.

Nánar um leikinn hér á vefnum á morgun.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir