Sjálfstæðisflokkurinn 90 ára á morgun

Sjálfstæðisflokkurinn fagnar 90 ára afmæli sínu á morgun, laugardaginn 25. maí, en flokkurinn var stofnaður 25. maí 1929 með samruna Íhaldsflokksins og Frjálslylda flokksins. Til að fagna þessum tímamótum stendur flokkurinn fyrir viðburðum víðsvegar um land. Í Norðvesturkjördæmi verður dagskrá á eftirtöldum stöðum:
Borgarnes

Fulltrúaráð Borgarbyggðar býður í afmæliskaffi laugardaginn 25. maí frá kl 15-17 í Hjálmakletti.

Grundarfjörður

Sjálfstæðisfélag Grundarfjarðar býður í morgunkaffi laugardaginn 25. maí kl. 10 í Sjálfstæðishúsinu, Grundargötu 24.

Stykkishólmur

Sjálfstæðisfélag Stykkishólms býður í kaffi og afmælisköku í Freyjulundi, Stykkishólmi milli klukkan 11 og 13 þann 25. maí.

Hvammstangi

Fulltrúaráðið í Húnaþingi vestra verður með opið hús í safnaðarheimilinu á Hvammstanga frá kl. 13 til 17.

Ísafjörður

Fulltrúaráðið á Ísafirði býður í dögurð (morgunbrauð og afmælisköku) 25. maí kl. 11-13 í Edinborg á Ísafirði. Tónlistaratriði og ræðumenn af eldri kynslóðinni rifja upp gamla tíma, annar fæddur 1927 og hinn 1932 og bæði virk í starfinu enn.

Sauðárkrókur

Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Skagafirði býður í morgunkaffi laugardaginn 25. maí í Jarlsstofu (Hótel Tindastóll) frá kl. 11 til 13.

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir