Fjölmörg hraðakstursbrot innanbæjar sem utan

Lögreglan segir hraðakstur hafa verið mjög áberandi undanfarnar vikur á landinu öllu. Lögreglan á Vesturlandi hefur umsjón með úrvinnslu hraðakstursmála sem koma inn í gegnum hraðamyndavélar um allt land og heldur talningu yfir þau mál. Frá 1.-19. maí höfðu 1996 hraðakstrar verið myndaðir í myndavélum um allt land, en sú tala tekur einnig til myndavélabíla sem lögregla hefur í þjónustu sinni. Í apríl voru málin 3641. Á síðasta ári voru nálægt 15 þúsund ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur eftir að myndavélar tóku mynd af þeim við hraðaksturinn. Þá eru ótaldir þeir sem lögregla stöðvar fyrir of hraðan akstur við almennt umferðareftirlit.

Lögreglan hefur verulegar áhyggjur af vaxandi hraðakstri, ekki síst innanbæjar. Nú eru börn að hætta í skóla og mörg þeirra eru á ferðinni í góða veðrinu. Þá er mjög mikilvægt að ökumenn taki tillit til þeirra og gæti sérstaklega að sér í umferðinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir