Hópurinn fyrir utan Hús atvinnulífsins í Sorö. Ljósm. ss.

Myndskreytt frásögn af Danmerkurferð sveitarstjórnarfólks

Um nokkurt skeið hefur það tíðkast að sveitarstjórnarfólk á Vesturlandi fari í fræðsluferðir einu sinni á kjörtímabili til að kynna sér málefni sveitarfélaga og byggðaþróunaraðgerðir hjá nágrannaþjóðum. Í tvígang hefur verið farið til Noregs og einu sinni til Skotlands.  Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) hafa séð um skipulag og undirbúning ferðanna. Að þessu sinni var ákveðið að fara til Danmerkur og var lögð sérstök áhersla á að kynna sér aðkomu sveitarfélaga að atvinnu- og byggðaþróunarverkefnum. Alls fóru í ferðina 19 fulltrúar frá átta sveitarfélögum á Vesturlandi, auk þess sem þrír starfsmenn frá Samtökum sveitarfélaga voru með í ferðinni. Hópurinn gisti í Kaupmannahöfn og var gert út þaðan og farið víða um Sjáland. Haldið var til Danmerkur þriðjudaginn 23. apríl og komið heim föstudagskvöldið 26. apríl.

Í Skessuhorni vikunnar gefur að líta myndskreytta frásögn úr ferðinni, sem Páll S Brynjarsson og Svala Svavarsdóttir tóku saman fyrir blaðið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir