Krakkarnir sem komust í úrslitakeppnina ásamt menntamálaráðherra og forseta Íslands. Þær Oliwia og Anna Valgerður sitja vinstra megin við Lilju menntamálaráðherra. Auk krakkanna sem komust í úrslit eru í hópnum þeir sem unnu að keppninni en einnig Guðni Th Jóhannesson forseti Íslands.

Hafragrautaruppáhellarinn vann Nýsköpunarkeppni grunnskóla

Úrslit í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2019 voru kynnt í gær og verðlaun afhent með viðhöfn í Háskólanum í Reykjavík. Guðni Jóhannesson forseti Íslands og Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra ávörpuðu hugvitsfólkið og afhentu verðlaun í ýmsum flokkum. Þær Anna Valgerður Árnadóttir og Oliwia Huba frá Brekkubæjarskóla á Akranesi báru sigur úr býtum í keppninni fyrir hugmynd sína að Hafragrautaruppáhellara. Um er að ræða tímastilltan pott til að elda hafragraut. Sett er vatn í pottinn og hráefni og tíminn stilltur. Pottur fer svo af stað, sýður vatnið og fer svo hráefnið sjálfkrafa saman við. Þrjú önnur verkefni, öll frá Brekkubæjarskóla á Akranesi, komust í úrslitakeppnina. Í fyrsta lagi var það hugmynd Roskönu Pawelzyk sem nefnist Róla 2000xD. Það er róla sem hægt er að snúa við ef það er t.d. blautt úti. Þá komst Stærðfræðikennsla eftir Bríeti Agnarsdóttur og Tinnu Rós Halldórsdóttur í úrslit en það er App sem hjálpar krökkum að læra. Loks í þriðja lagi komst hugmyndin Tungumálspil í úrslit. Hana áttu þær Sóley Líf Konráðsdóttir og Regína Lea Ólafsdóttir. Það er eins og nafnið bendir til spil sem kennir manni tungumál.

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG) er keppni í nýsköpun fyrir 5. – 7. bekk grunnskólanna en keppnin var haldin í fyrsta skipti árið. Yfir 1200 hugmyndir bárust, frá 38 skólum víðs vegar af landinu og valdi dómnefnd 25 hugmyndir til úrslita. Þessir nemendur komust í gegnum strangt matsferli þar sem uppfinningar þeirra voru metnar með tilliti til hagnýti, nýnæmi og markaðshæfi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir