Evert Víglundsson, einn af eigendum CrossFit Reykjavík hélt fyrsta grunnnámskeiðið í nýju CrossFit stöðinni í Rifi um síðustu helgi.

CrossFit stöð opnuð í Snæfellsbæ

CrossFit iðkun hefur vaxið hratt í landshlutanum undanfarið og um síðustu helgi var opnuð ný CrossFit stöð við Smiðjugötu 5 í Rifi. Nýja stöðin heitir CF Snb og það eru vinkonurnar Gestheiður Guðrún Sveinsdóttir og Kristfríður Rós Stefánsdóttir sem standa að opnun stöðvarinnar. Gestheiður og Kristfríður hafa báðar verið að æfa CrossFit hjá CrossFit Reykjavík og eru búnar að ljúka þjálfaranámskeiði í CrossFit. Evert Víglundsson, einn af eigendum CrossFit Reykjavík og upphafsmaður CrossFit á Íslandi kom í Rif um síðustu helgi og hélt fyrsta grunnnámskeiðið fyrir nýja iðkendur í Snæfellsbæ. Allir sem æfa CrossFit þurfa allir að ljúka grunnnámskeiðið til að ná tökum á grunntækni æfinganna áður en hægt er að mæta í æfingu dagsins.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir