Vítaverður hraðakstur

Ekkert lát er á hröðum akstri í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi. Kemur það bæði fram í myndavélum og við almennt umferðareftirlit. Að sögn lögreglu var algengt að ökumenn væru stöðvaðri á 105-120 km/klst. í vikunni sem leið, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst. Sá sem hraðast ók í umdæminu í síðustu viku var mældur á hvorki meira né minna en 141 km/klst. skammt norðan við Dýrastaði í Norðurárdal. Segir lögregla það vítaverðan hraðakstur. Eftir að vikmörk höfðu verið dregin frá mælingunni var ökumaðurinn kærður fyrir að aka á 136 km/klst. Við því liggur 150 þúsund króna fjársekt auk þess sem ökumaður fær þrjá punkta í ökuferilsskrá sína.

Líkar þetta

Fleiri fréttir