Fáir seldu mjólkurkvóta á síðasta innlausnardegi

Á öðrum innlausnardegi ársins fyrir greiðslumark í mjólk, 1. maí síðastliðnum, var greiðslumark þriggja kúabúa innleyst á sama tíma og 90 framleiðendur lögðu inn kauptilboð fyrir mjólk að andvirði 8,7 milljóna lítra. Innlausnarvirði greiðslumarks er nú 100 krónur á lítra og er það Matvælastofnun sem annast þessa milligöngu. Alls voru innleystir 22.300 lítrar að upphæð 2.230.000 krónur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir