Nýi leikskólinn verður byggður við núverandi grunnskólahúsnæði á Kleppjárnsreykjum. Á sömu lóð og hluti skólamannvirkja eru í dag. Ljósm. Mats Wibe Lund

Eiríkur átti lægsta boð í byggingu nýs Hnoðrabóls

Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar í gær var kynnt niðurstaða útboðs Ríkiskaupa, fyrir hönd Borgarbyggðar, á byggingu nýs leikskóla á Kleppjárnsreykjum. Í verkinu felst niðurrif fyrrum heimavistar grunnskólans og íbúðar og bygging nýs leikskóla og vinnuherbergja starfsfólks. Fjögur tilboð bárust í verkið. Lægsta tilboð átti Eiríkur J Ingólfsson ehf. sem bauð 296,2 milljónir króna. Önnur tilboð voru frá 323-374 milljónum króna. Ríkiskaup hafði metið öll tilboðin gild. Byggðarráð samþykkti að fela Benedikt Magnúsyni byggingaeftirlitsmanni fyrir hönd Borgarbyggðar að ganga til samninga við lægstbjóðanda í framkvæmdir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir