Þungunarfrumvarp samþykkt sem lög

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um þungunarrof var samþykkt á Alþingi í gærkvöldi. Hlaut það stuðning 40 þingmanna, gegn atkvæðum 18, þrír greiddu ekki atkvæði og fjórir voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Athygli vakti að þingmenn Sjálfstæðisflokksins klofnuðu í afstöðu sinni til frumvarpsins og greiddi m.a. Bjarni Benediktsson formaður flokksins atkvæði gegn því. Aðrir stjórnarflokkar greiddu atkvæði með frumvarpinu. Hart hafði verið tekist á um frumvarpið, einkum það ákvæði þess að kona hafi óskertan rétt til að fá þungun rofna fram að lokum 22. viku meðgöngu. Inga Sæland formaður Flokks fólksins barðist einarðlega gegn því að frumvarpið yrði samþykkt. Tillaga Miðflokksins um frestun atkvæðagreiðslu um frumvarpið var felld sem og tillaga Páls Magnússonar Sjálfstæðisflokki um að þungunarrof megi í síðasta lagi verða gert í 20. viku meðgöngu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir