Skaginn 3X selur Vísi vinnslubúnað í nýjan Pál Jónsson

Skaginn 3X mun setja upp vinnslubúnað fyrir sjávarútvegsfyrirtækið Vísi í línuskipið Pál Jónsson GK, sem er í smíðum og verður væntanlega tilbúið til afhendingar í haust. Samningur þar að lútandi var undirritaður milli fyrirtækjanna á sjávarútvegssýningunni í Brussel í síðustu viku. Samningurinn hleypur á tugum milljóna íslenskra króna, segir í tilkynningu. „Fyrirtækin hafa átt farsælt samstarf í gegnum tíðina og síðasta samstarfsverkefni var að setja upp búnað í skipið Sighvat GK. Nýi búnaðurinn bætir alla aflameðhöndlun, svo sem blæðingu, kælingu, flokkun og frágang afla í lest. Verkefnið er að hluta til unnið með Marel, sem mun meðal annars sjá um flokkara og annan búnað,” segir Freysteinn Nonni Mánason, sölustjóri hjá Skaganum 3X.

Líkar þetta

Fleiri fréttir