Olís gerir samstarfssamning við Golfklúbbinn Leyni

Við vigslu Frístundamiðstöðvar Golfklúbbsins Leynis á laugardaginn var undirritaður samstarfssamningur milli Olíuverslunar Íslands (Olís) og golfklúbbsins um viðskipti og stuðning við starfsemi hans. Aðili að samningnum er Galito Bistro cafe sem mun annast veitingasölu í klúbbhúsinu. Fram kom í máli Guðmundar Sigvaldasonar framkvæmdastjóra Leynis við undirritunina að Olís væri einn af stærstu stuðningsaðilum klúbbsins. Jón Ólafur Halldórsson forstjóri Olís og Gunnar Sigurðsson útibússtjóri á Akranesi  undirritaði samninginn fyrir hönd Olís en Guðmundur Sigvaldason fyrir hönd Leynis.

„Olís hefur verið öflugt í að styrkja samfélagsverkefni víða um land og á Akranesi hefur félagið verið öflugt í stuðningi við íþróttafélög og til marks um það hefur það verið einn af aðalstuðningsaðilum knattspyrnunnar um 30 ára skeið,“ segir í tilkynningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir