Brotist inn í beltagröfu

Farið var inn í beltagröfu í malarnámunni við Hólabrú á Vesturlandsvegi í síðustu viku og þaðan stolið þrívíddar GPS búnaði. Lögreglu var tilkynnt um málið 8. maí. Að sögn lögreglu er um mjög dýran og sérhæfðan búnað að ræða. GPS loftnetin voru tekin, tækið sjálft og svo skjár innan úr vélinni. Engin sjáanleg merki um innbrot sáust á vettvangi að sögn lögreglu. Mögulegt er að notaður hafi verið lykill af annarri vinnuvél til að komast inn í gröfuna, að sögn lögreglu. Málið er til rannsóknar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir