Umferð á Kjalarnesi. Ljósm. úr safni.

Alvarlegum slysum fjölgaði á síðasta ári

Nýverið var kynnt skýrsla Samgöngustofu um umferðarslys árið 2018. Í henni ber hæst að alvarlegum slysum og banaslysum vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs fjölgaði á árinu og sömuleiðis slysum vegna framanákeyrslu. Á nokkrum öðrum sviðum fækkaði slysum miðað við næstu tvö árin á undan. Fram kom við kynningu á skýrslunni að Vegagerðin nýtir upplýsingar um umferðarslys til að forgangsraða framkvæmdum í vegagerð.

Líkar þetta

Fleiri fréttir