Guðjón Jónsson var valinn hljómborðsleikari Músíktilrauna

Hljómborðsleikarinn Guðjón Jónsson frá Sturlu-Reykjum í Reykholtsdal var valinn hljómborðsleikari Músíktilrauna 2019 á úrslitakvöldi keppninnar sem fram fór laugardaginn 6. apríl. Guðjón og félagar hans úr hljómsveitinni Flammeus frá Akureyri stóðu sig vel í keppninni og voru kosnir áfram af dómnefnd fyrsta undanúrlitakvöldið. Guðjón er fæddur og uppalinn í Reykholtsdal í Borgarfirði, sonur Jóns Kristleifssonar og Aldísar Eiríksdóttur. Eftir útskrift úr Grunnskóla Borgarfjarðar fór Guðjón í Framhaldsskólann á Laugum í íþróttafræði.

Rætt er við Guðjón í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir