Körfubíll í flota slökkviliðsins

Slökkvilið Borgarbyggðar fékk í síðustu viku í hendur Scania körfubíl sem keyptur var og fluttur inn notaður frá Svíþjóð. Bíllinn er búinn 32 metra langri bómu með öflugri vatnsbyssu sem er fjarstýranleg frá jörðu eða beint úr körfu. Er hér um að ræða langþráða viðbót við tækjakost slökkviliðsins og afar nauðsynlega í ljósi þess að hús sem byggð hafa verið undanfarið eru hærri en svo að stigar og búnaður slökkviliðsmanna næði upp á efstu hæðir. Bíllinn er nýyfirfarinn og í góðu ásigkomulagi, segir í frétt Borgarbyggðar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir