Fyrirlestur um að vera besta útgáfan af sjálfum sér

Evert Víglundsson, eigandi og yfirþjálfari CrossFit Reykjavíkur og upphafsmaður CrossFit á Íslandi, verður með fyrirlestur þriðjudaginn 23. apríl kl. 20 á Akranesi um hvernig við getum orðið besta útgáfan af sjálfum okkur. Evert mun í fyrirlestrinum fara yfir mikilvægi svefns, næringar, hreyfingar, félagsskapar og streitustjórnunar. „Vilt þú verða betri í einhverju í lífinu? Þá er þessi fyrirlestur fyrir þig,“ segir í tilkynningu.

Fyrirlesturinn verður í húsnæði Crossfit Ægis á Vesturgötu 119 á Akranesi og eru allir velkomnir. Frítt er fyrir meðlimi Crossfit Ægis en aðrir borga 1.500 krónur. Nánari upplýsingar er hægt að sjá í auglýsingu í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir