Bónus með ódýrustu páskaeggin

Lægstu verðin á páskaeggjum er hjá Bónus en þau hæstu í Super 1 og Iceland. Þetta er meðal niðurstaðna í könnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmt var 11. apríl síðastliðinn. Allt að 67% verðmunur var á páskaeggjum mill verslana. Munurinn á hæsta og lægsta verði nam oft mörg hundruð krónum og mest 1.400 krónum á einu og sama páskaegginu. Bónus var oftast með lægstu verðin á páskaeggjum eða í 28 af 30 tilfellum. Super 1 var oftast með hæstu verðin eða í 13 tilfellum af 30 en Iceland fylgir fast á eftir með hæstu verðin í 11 tilfellum. Lítið úrval var af páskaeggjum í Kjörbúðinni en einungis sjö páskaegg af 30 voru fáanleg í búðinni. Engin páskaegg voru til í Costco.

Líkar þetta

Fleiri fréttir