Meðfylgjandi myndir af vettvangi tók Björn H Sveinsson síðdegis í gær.

Rúta á hliðina á veginum við Hafnarfjall

Töluvert hvasst var á vestanverðu landinu um miðjan dag í gær og svo aftur seint í gærkvöldi. Vindhraði í hviðum mældist tvívegis upp í 50 metra á sekúndu á veginum við Hafnarfjall. Um miðjan dag fékk hópferðabíll sem var á suðurleið á sig vindstreng og lenti í fyrstu í vegkantinum. Skömmu síðar fór bíllinn á hliðina. Samkvæmt heimildum Skessuhorns var ökumaður einn í bílnum og sakaði ekki. Rútan er töluvert skemmd eftir skellinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir